VEIKUR!!
Þetta var án efa lang leiðilegasta helgin mín hérna fyrir austan, ég veiktist á laugardaginn ég vaknaði eitthvað um eitt leytið og fékk mér smá snarl svo fór ég út og festi mér kaup á sony digital ljósmyndavél svona útaf því ég er að fara út eftir 5 daga en seinna um það á eftir en þegar ég va búinn að kaupa mér vélina ákvað ég að fara heim og leggja mig einhver þreyta í manni eftir erfiða vinnuviku, ég lagði mig og vaknaði fárveikur sjóðandiheittur á andlitinu í svitabaði en samt alveg ískalt vá hvað mér var kalt!! Ég kenni Guðmundsson kvikindinu um þetta ekki spurning því hann er búinn að vera veikur lengi ég sem var búinn að níðast á greyinu alla þessa viku kalla hann aumingja sem nennir ekki að vinna en ég hafði rangt fyrir mér í þetta skiptið.
Útaf þessum veikindum þá missti ég af mínum fyrsta leik með Hetti í deildabikarnum og ég missi af næsta leik á næstu helgi því ég er að fara út þá bara gleði en samt langar mig pínu spila þennan leik því ég er byrjaður að efast um að ég spili eitthvað í sumar hérna eftir þessi Óliver kemur, það eru svo allir hérna fyrir Austan "jákvæðir" já það eina sem maður fær að heyra hérna þú kemst ekkert í liðið í sumar, til hvers ertu að koma hingað, samkeppni til hvers það slær hann engin útúr liðinu kallinn minn, þetta hefur maður heyrt oftar en 2 sinnum já það er gaman að heyra svona!! þetta slær mann úr jafnvægi og ég missi oft einbeitninguna á æfingum því ég er að vanda mig of mikið svo þegar maður kemur heim eftir slæma æfingu þá fer maður að hugsa er ég að gera mig af fífli að fljúga hingað 700 km til að komast í liðið ég veit ekki svo kemur oft fyrir að ég hugsi mig um hreyfinga t.d aftur í BÍ88 eða í annað lið sem mér var boðið um daginn mjög freistandi en ég ætla bíða með þetta því ég vill að fólk afskrifi mig ekki of snemma því ég tel mig vera mjög góðan markmann og á alveg séns að vera í byrjunarliðinu staðinn fyrir einhvern Óliver sem ég hef aldrei séð einu sinni sem er örugglega fanta góður ekki vafi á því.. En London ferðin er eftir 5 daga maður djöfull er ég byrjaður að hlakka til og allir í vinnunni. Þetta verður bara gleði,2 leikir og diet pepsi. en Jón og Tóti ekki örvænta því grunnmeistarinn snýr aftur úr þessu veikindum og bárráttu kveðjur vestur frá 2 ísfirðingum fyrir austan. Mamma og pabbi því miður er litli strákurinn ykkar bráðum að koma í heimsókn!!