ÉG!!
jæja þá er maðurinn búinn að vera hérna í 2 vikur og ég verð að segja að ég er að fíla mig hérna, frábært fólk og lið, góð stemmning hérna fyrir austan. Ég og Ásgeir byrjuðum að vinna á miðvikudaginn að smiða hjá Timburmönnum en ég verð bara þarna í 1 viku í viðbót því ég er að fara mála 1 feb hjá fyrirtæki sem heitir Málingarþjónusta Jónas og þórarins og það verður bara gaman!! ég er búinn að slá persónulegt met því ég er búinn að mæta á 8 æfingar í röð og það er bara gott fyrir mig ég finn það á mér að það styttist í sixpakkið en ég fékk leiðinlegar fréttir á fimmtudaginn frá henni Eyrúnu bestu mömmu í heimi að það hafi verið banaslys á hnífsdalsveginum mjög leiðinlegt að heyra þetta, ég þekkti hana Þóreyju reyndar ekkert en ég sá hana oft og hún virtist vera mjög góð og hress stelpa og ég samhryggist þeim sem þekktu hana og fjölskyldunni hennar, ég var að lesa að það hafi verið minningarathöfn þar sem slysið var og mér fannst fallegt að heyra að fólk hafi mætt og minntust hennar ég hefði pott þétt farið ef ég hafi verið á svæðinu en þórey megi guð vera með þér... En ég lofa blogga meira, ég fæ tölvuna mína á þriðjudaginn með síðustu vélinni en þangað til þá kveð ég og bið heilsa öllum!! Kv Dóri