Á morgun segir sá lati

Thursday, January 05, 2006

Bringuhár!


Stór dagur í lífi mínu afhverju jú ég er að fá mín fyrstu bringuhár, ég er komin á þrítugsaldurinn og núna fyrst er ég að fá bringuhár, þetta var draumur minn þegar ég var í grunnskóla að fá bringuhár en ekki núna þegar maður er orðinn 21 og er að verða 22, ég var orðinn sáttur með sköllótta bringuna mína þangað til núna þegar ég uppgvötaði að ég væri að verða loðinn, ég man hvað ég öfundaði Skara félaga minn í æsku þegar hann var að fá þessa glæsilega mottu á bringuna ég nánast grenjaði úr öfundsýki en samt gerðum við strákarnir grín af honum því hann var að eldast en sannleikurinn er sá við vorum öfundsjúkir útí hann Óskar, við slefuðum yfir honum þegar hann var í skyrtu og bringuhárin læddust þarna út úr skyrtunni en þessi motta hans var bara chickmagnum og er ennþá respect Skari! en ég er ekki alveg sætta mig við þessi hár á bringunni því ég raka mig venjulega á nokkrum stöðum einsog allir vita sem þekkja mig og ég ætla ekki að fara byrja raka á mér bringuna en spurningin er hvað finnst fólki um bringuhár? og eru einhver ráð? en ég ætla kjósa mann ársin og ég vel hann Jóhann Dag Svansson sykurpabba minn. Þeir sem vita ekki hver Jói er þá er hann kallaður Bakarinn og vinnur sem bakari, Hann á heima í minnsta kofanum á Ísafirði hliðiná mjólkurstöðinni, hann er lélegur í Fifa en það er allt í lagi því hann er góður faðir og fyrir ykkur einhleypu stelpurnar þarna úti er kappinn á lausu topp gaur. Ég dýrka þennan mann og ég á eftir að sakna hans, Jói þú ert bestur!! p.s Jói ég kem með 1000 kallinn á eftir en nóg í bili. kv Dóri Skarp

|