Ryðgaður
Jæja þá er maður komin heim eftir að hafa verið 3 daga fyrir sunnan í keppnisferðalagi. Ég hef flogið oft en í morgun var ég fyrsta skiptið flugveikur og leið ekkert smá illa, ég hélt á ælupoka alla leiðina frá reykjavík til Egilsstaðar og svitnaði ekkert smá það láku svitadropar og bolurinn blotnaði mikið en ég ældi ekki en ég vill þakka flugfreyjunni fyrir að hugsa vel um mig. Í mínum augum eru flugfreyjur hetjur! en ég held að ég viti afhverju ég var flugveikur! það var kleinuhringurinn sem ég borðaði fyrir flugið, ég get svo svarið það ég held að það hafi verið saurgerlar í hringnum án djóks!! og ég vill líka kenna feita manninum sem sat hliðiná mér það var ekkert plás hjá okkur mér leið einsog ég hafi verið í einhverjum kassa sem er ekkert loft í!! SKAUFINN sjálfur. En við spiluðum 2 leiki eða við skiptum hálfleikum með Huginn frá Seyðisfirði semsagt við spiluðum 90 min þessa 2 leiki á móti Óttari og félögum í Stjörnunni og á móti u-19. Fyrri leikurinn var á móti Stjörnunni og sá leikur endaði 2-1 fyrir stjörnumönnum, 1-1 í hálfleik og 1-0 seinni þar sem höttur spilaði. Við vorum ekki spila okkar besta leik en það voru samt góðir punktar hjá okkur einsog Rabbi átti mjög góðan leik einsog hann Stebbi Ey. En ég var soldið slakur ég er ennþá ryðgaður og í engu leikformi en það breyttist í seinni leiknum á móti u-19 þá átti ég ágætis leik en hefði átt að verja boltan sem endaði í markinu! við áttum mjög góðan leik og við áttum hreinlega vinna leikinn, við klúðruðum mörgum góðum færum og vítaspyrnu en ég var ágætlega sáttur við minn leik en ég get miklu betur en aðrir sem voru að standa sig voru Rabbi,Stebbi og Jón Karls án efa menn leiksins. Ferðin var ágæt yfir höfuð! ég hitti Snæsa og Aldísi, gott að sjá þau aftur en ég kem aftur á föstudaginn þar sem við erum að fara spila við varalið Vals og þá fæég hitta kallinn sjálfan hann Sigurvin maður er farinn að hlakka til að hitta strákpjakkinn og mömmu hans hana Sgnýju. Ég vill þakka henni Erlu fyrir að taka íbúðina okkar í gegn hún hefur aldrei verið svona hrein hún hreinlega glansaði þegar við komum í morgun, það tók hana 3 og hálfan tíma að hreinsa hana! hún á bara hrós skilið skvísan og Erla ég stend við mitt engar áhyggjur:) svo er maður að fara byrja í nýrri vinnu á morgun! já strákurinn er að fara mála en leiðinlegt að þurfa hætta hjá Timburmönnum. Það var bara gaman að vinna þarna hjá Hafliða og co og Bachelorinum!! en ég vona að það verði jafn skemmtilegt að vinna hjá málingarþjónustinni og það var hjá Hafliða meistara. En ég bið heilsa vestur!! Kv Dóri Skarp