Á morgun segir sá lati

Sunday, March 05, 2006

96! prump í andlitið

Langt síðan maður hefur bloggað. Það er búið að gerast mikið síðustu daga t.d Afmælið mitt, nýja vinnan, æfingar(Bodypump),drykkja og var veikur í 2 daga.. byrjum á afmælinu sem ég hélt 25 febrúar síðastliðin það var partý heima hjá okkur og var góð mæting í afmælið og ég vill þakka fyrir allar gjafirnar sem ég fékk en svo var ball um kvöldið með Pöpunum ágætis fjör verð ég að segja, svo var ég veikur í 2 daga með einhverja ógeðslega pest og lá óvígur í rúminu þessa 2 daga, alveg glatað en svo er maður byrjaður í nýrri vinnu og það er án efa besta vinna sem ég hef unnið og þetta kemur frá mér Dóra Lata einsog ég hef verið kallaður síðustu ár en ekki lengur gott fólk því kallinn er orðinn vinnualki:) svona næstum því.. við vorum að mála inní fljótsdal fyrstu 2 vikurnar svo er ég búinn að vera mála hérna í bænum.. Æfingarnar eru alltaf jafnerfiðar og sérstaklega Bodypumpið og spinning en bara gaman af því og maður er að lyfta með svona fyrir sjálfan mig og líka til að massa sig upp fyrir sumarið og það styttist í það að bumban fari í bili... en fínt djamm sem maður lenti í gær byrjaði þegar Gummó vinnufélagi og stofnandi leiksins 96 bauð mér og geira í góðan mat og svo var sötrað bjór og vískí og svo lá leiðinn á hetjuna og þar var stappað af fólki 20% Íslendingar og 80% útlendingar og Beth.. alltaf gaman að sjá hana, svo var haldið til sigga nágranna í afmælisteiti en ég stoppaði stutt þar því ég fór yfir í Fellabæ í partý hjá Olla en skemmti mér ekki vel þar þannig ég fór yfir aftur til Sigga og drakk Hvítvín flöskuna sem Steinar og frú gáfu mér í afmælisgjöf og án efa besta hvítvín sem ég hef drukkið en þetta var bara gaman... en þið getið séð myndirnar af partýinu hér áhttp://www.harpasif.myphotoalbum.com/ ég bið heilsa vestur og það styttist í kallinn komi í frí til mömmu gömlu hlakka til!! kv Dóri Skarp


96 Rúlar

|