Á morgun segir sá lati

Saturday, January 28, 2006

Ekki latur lengur!


Djöfull er maður orðinn duglegur! ég hef mætt á allar æfingar hérna nema eina en ég hef löglega afsökun en 3 vikur 95% mæting og það hefur ekki gerst síðan 2002-2003! maður er bara sáttur við sjálfan sig. En það búið að vera mikið að gera hjá okkur köppunum þessa viku vinna æfing vinna æfing vinna æfing og vinna! brjálað að gera en síðasta helgi var nokkuð góð hjá mér það byrjaði með þorrablóti í ME sem okkur var boðið í svo var ball um kvöldið svo endaði þetta með lélegu partý á Einarsstöðum en á föstudeginum fórum við í partý hjá Erlu eða Kötlu2 og þar var ágætis fjör! svo endaði þetta á barnum eða á KHB þar sáum við hana Beth, hún er svört og er að selja sig ekki slæmt en ég og Geiri erum að gæla við það að kaupa hana og láta hana þrífa og elda fyrir okkur þrettu strákana svo læt ég hana lesa fyrir mig svo ég sofni í þessu glataða rúmi mínu! en á Laugardagurinn var góður hjá okkur þetta byrjaði með matarboði sem við héldum fyrir Bergdísi,Erlu,Betu,hófí,Jörgen svo kom Sessa og kíkti á okkur. Við fengum okkur Tacos, Geiri og Bergdís sáu um eldamennskuna en ég vill líka eigna heiðurinn á henni því ég fór útí búð og keypti glös og diska fyrir fólkið en svo sötruðum við meðan Jörgen var steinsofandi uppí sófa en við trufluðum hann ekkert með singstarkeppninni sem Geiri brilleðai í! Geiri er efnilegur söngvari verð ég að segja, hann tók þessar skvísur í bakaríð hann hreinlega pakkaði þeim! eftir það fórum við á Café Nilsen og fengum okkur bjór ég vill meina á Café nilsen er besti kranabjórinn! hann er suddalega góður en svo enduðum við á KHB þar sem við hittum hana Beth gellu þar sem hún var að glenna sig og var að gefa Geira auga en Geiri var ekki alveg tilbúinn að kaupa hana strax þar sem hann er auralaus en í Mars kaupum við hana þá eigum við pening og þá látum við hana þrífa!! en svo fórum við heim og elduðum okkur pasta og ég vill þakka henni Erlu fyrir að þrífa eftir okkur! en hún gleymdi að þífa eftir eftir eina ákveðna stelpu sem ældi soldið á gólfið á klósettinu:) neinei ég segi svona en það er bara allt gott að frétta hérna fyrir Austan mér líður bara vel hérna á Egilsstöðum það er fínt að búa hérna. ég bið heilsa vestur. Kv Dóri Skarp


Myndin af okkur er tekinn á Þorrablóts ballinu.

|

Sunday, January 22, 2006

ÉG!!

jæja þá er maðurinn búinn að vera hérna í 2 vikur og ég verð að segja að ég er að fíla mig hérna, frábært fólk og lið, góð stemmning hérna fyrir austan. Ég og Ásgeir byrjuðum að vinna á miðvikudaginn að smiða hjá Timburmönnum en ég verð bara þarna í 1 viku í viðbót því ég er að fara mála 1 feb hjá fyrirtæki sem heitir Málingarþjónusta Jónas og þórarins og það verður bara gaman!! ég er búinn að slá persónulegt met því ég er búinn að mæta á 8 æfingar í röð og það er bara gott fyrir mig ég finn það á mér að það styttist í sixpakkið en ég fékk leiðinlegar fréttir á fimmtudaginn frá henni Eyrúnu bestu mömmu í heimi að það hafi verið banaslys á hnífsdalsveginum mjög leiðinlegt að heyra þetta, ég þekkti hana Þóreyju reyndar ekkert en ég sá hana oft og hún virtist vera mjög góð og hress stelpa og ég samhryggist þeim sem þekktu hana og fjölskyldunni hennar, ég var að lesa að það hafi verið minningarathöfn þar sem slysið var og mér fannst fallegt að heyra að fólk hafi mætt og minntust hennar ég hefði pott þétt farið ef ég hafi verið á svæðinu en þórey megi guð vera með þér... En ég lofa blogga meira, ég fæ tölvuna mína á þriðjudaginn með síðustu vélinni en þangað til þá kveð ég og bið heilsa öllum!! Kv Dóri

|

´

|

Friday, January 13, 2006

Útgarður 6

Jæja þá erum við strákpjakkarnir búnnir að koma okkur fyrir hérna á Egilsstöðum. Við vorum sóttir á flugvöllinn og það var enginn annar en hann Árni félagi hans Geira sem sótti okkur fínn gaur en getur ekkert í PRO5. Ég hef aldrei kynnst erfiðum æfingum á ævi minni, rosalegar æfingar, Bodypump og spinning ég er með geðveika strengi í líkamanum eftir þessi erfiði! á miðvikudaginn vöknuðum við klukkan sex og fórum á morgun æfingu svo um kvöldið var æfing aftur, manni líður einsog atvinnumanni! Ég er reyndar ekkert búinn að gera neitt af mér hérna nema liggja uppí sófa og horfa á LOST ég byrja ekki vinna fyrr en á mánudaginn, ég hitti reyndar frænda minn hann Simma sem vinnur í BT og hann ætlar draga mig á djammið hérna á Egilsstöðum sem allra fyrst, hann býr hliðiná mér í Útgörðum 7 manni hlakkar til að kíkja á lífið hérna en ég nenni ekki skrifa meir! ég bið heilsa öllum. kv Dóri Skarp

|

Monday, January 09, 2006

Kallinn kveður klakan í bili


Þetta var rosaleg helgi hjá mér, var veðurtepptur á föstudaginn og gerði ekkert um daginn þangað til hann Jói bað mig að koma á Langa að sötra á bjór með sér og endaði með fyllerí til 7 um morguninn, fór í eitthvað eftirpartý með einhverju fólki sem ég þekkti ekki, jú reyndar kannaðist ég við mellurnar 2 Erlu og hafdísi svo var hún Edda Katrín þarna, ég sat þarna og horfði á AC/DC vidjó og dáðist á honum Angusi Young rosalegur kappi en forljótur kall! Svo á laugardeginum vaknaði ég ógeðslega þunnur og fór í 2 veislur og borðaði yfir mig, ég þurfti fara heim úr veislunni hans Jóa því ég borðaði yfir mig og lagði mig í 3 tíma, svo fór ég aftur til hans á rosalegt fyllerí með fjölskyldunni hans og Sigurvini. Ég kom þarna um 11 leitið og drakk á met tíma og fór síðan út með þeim og man ekkert eftir kvöldinu, ég man þegar ég var að labba heim um morgunin því ég flaug svona 10 sinnum á hausinn! En ég er að fara í dag og ég kveð í bili, ég reyni að vera duglegur að segja fréttir frá egilsstöðum á blogginum.

|

Friday, January 06, 2006

Jói Stúdent


Jóhannes Geir Guðnason góður vinur minn er orðinn stúdent og á morgun ætlar hann að halda veislu og ég efast að hann vilji fá mig í boðið því ég á eftir að stela allri athyglinni frá honum því ég veit að mamma og pabbi hans elska mig meira en hann, ég er drauma sonur þeirra, þau hafa sagt það oft við mig fyrir framan Jóa, nei ég segji svona en ég veit að þau elska mig en ekki meira en þau elska hann Jóa sinn. Ég verð að segja að ég er stoltur af honum Jóa og hann fær hrós frá mér, hann á þetta skilið og ég hlakka til að éta frítt hjá honum á morgun og kannski nokkra bjóra ef hann vill gefa mér nokkra. Jói ef þú verður í þessari bleikri skyrtu og með þetta bleika bindi þá æli ég yfir þig, Jói þú ert enginn kall því þú ert í bleiku dressi og það passar ekki við nýja hattinn þinn þannig ég mæli með leddaranum sem varst út í London þú ert flottur í honum og í svörtum jogging buxum! nei ég segi svona, ég elska þig Jói og ég þori að tjá tilfinningarnar mínar annað en þú! og ég á eftir að sakna þín kappi. Respect Jóhannes minn kv Dóri Skarp

|

Thursday, January 05, 2006

Bringuhár!


Stór dagur í lífi mínu afhverju jú ég er að fá mín fyrstu bringuhár, ég er komin á þrítugsaldurinn og núna fyrst er ég að fá bringuhár, þetta var draumur minn þegar ég var í grunnskóla að fá bringuhár en ekki núna þegar maður er orðinn 21 og er að verða 22, ég var orðinn sáttur með sköllótta bringuna mína þangað til núna þegar ég uppgvötaði að ég væri að verða loðinn, ég man hvað ég öfundaði Skara félaga minn í æsku þegar hann var að fá þessa glæsilega mottu á bringuna ég nánast grenjaði úr öfundsýki en samt gerðum við strákarnir grín af honum því hann var að eldast en sannleikurinn er sá við vorum öfundsjúkir útí hann Óskar, við slefuðum yfir honum þegar hann var í skyrtu og bringuhárin læddust þarna út úr skyrtunni en þessi motta hans var bara chickmagnum og er ennþá respect Skari! en ég er ekki alveg sætta mig við þessi hár á bringunni því ég raka mig venjulega á nokkrum stöðum einsog allir vita sem þekkja mig og ég ætla ekki að fara byrja raka á mér bringuna en spurningin er hvað finnst fólki um bringuhár? og eru einhver ráð? en ég ætla kjósa mann ársin og ég vel hann Jóhann Dag Svansson sykurpabba minn. Þeir sem vita ekki hver Jói er þá er hann kallaður Bakarinn og vinnur sem bakari, Hann á heima í minnsta kofanum á Ísafirði hliðiná mjólkurstöðinni, hann er lélegur í Fifa en það er allt í lagi því hann er góður faðir og fyrir ykkur einhleypu stelpurnar þarna úti er kappinn á lausu topp gaur. Ég dýrka þennan mann og ég á eftir að sakna hans, Jói þú ert bestur!! p.s Jói ég kem með 1000 kallinn á eftir en nóg í bili. kv Dóri Skarp

|

Wednesday, January 04, 2006

Egilsstaðir City/Höttur FC


Jæja ég hef ákveðið að búa til blogg fyrir þá sem hafa áhuga fylgjast með kappanum á Egilsstöðum, ég ætla reyna vera duglegur að segja fréttir frá mér á Egilsstöðum og auðvita frá Geira líka því hann er líka spila fyrir Austan, við munum búa saman í einhverji blokk þarna á Egilsstöðum. Ég fer á föstudaginn og mun vera þarna í 9 mánuði, ég er að fara spila knattspyrnu með Hetti og vinna líka hjá smiði í janúar svo breytist það í febrúar þá er ég að fara mála með einhverjum málarameistara en þetta verður bara gaman og góð reynsla fyrir lítin mömmu strák frá Ísafirði. Ég er rosalega spenntur að flytja þangað og líka ógeðslega hræddur því ég hef aldrei farið þangað og þekki engan þarna, ég á enga ættingja þarna eina sem ég hef er hann Geiri félgai minn, hann er góður gaur og ég vona að hann verði duglegur að elda fyrir mig því ég kann ekkert að elda eina sem ég kann að gera er að streikja mér hamborgara og smurja samlokur. Ég vill þakka henni Valdísi vinkonu minni og nágranna fyrir að hjálpa mér með þessa bloggsíðu, ég kunni ekkert á þetta þannig ég hafði samband við hana og hún gerði þetta allt fyrir mig og hún á hrós skilið takk Valdís! en þetta er nóg í bili en ég ætla reyna vera duglegur að blogga og ég vona að þið kommentið og látið heyra í ykkur. kv Dóri Skarp





Abbi bróðir minn átti afmæli í gær 3 jan, Til hamingju með afmælið.

|