Á morgun segir sá lati

Wednesday, November 28, 2007

Bí/Bolungarvík

Smá alvöru blogg hérna.. Það er komin tími til að nöldra smá, ég get nefnilega nöldrað soldið ekki bara Biggi góður vinur minn, það sem fer soldið í taugarnar á mér þessa dagana er þessi jólaundirbúningur í nóvember.. afhverju hefst þetta svona snemma? t.d hef ég heyrt nokkur jólalög, það er byrjað að skreyta í smáralind, jólaauglýsingar í sjónvarpinu! og ekki má gleyma jólalandinu í hfj!! GOSSSH... kannski fer þetta svona í taugarnar á mér því ég er ekki mesta jólabarn í heim og hef ekki verið það síðan ég var í grunnskóla, núna hlakkar maður bara til að fá sér skötu og allan matinn sem er í boði hjá mömmu minni.... ég held samt að ég vit afhverju mér hlakkar aldrei til jólana það er útaf því þetta byrjar svo snemma(Nóvember)! er ég eini sem finnst þetta? ég bara spyr! en nóg um þetta drama og yfir í mál málanna.

Ég hef ákveðið spila áfram með Bí/Bolungarvík, heyrði í Dóra Eró í vikunni og það sem hann hafði að segja mér um næsta tímabil heillaði mig rosalega vel og ekki hægt neita spila fyrir sitt uppeldisfélag... ég er klár á því að við förum upp það kemur ekkert annað til greina þess vegna er maður ennþá í þessu rugli! ég hef ekki verið duglegur að æfa síðustu 2 vikur en samt er maður búinn að léttast töluvert og það er byrjað glyttast smá í gamla góða pakkið mitt.. enda er ég búinn að lifa á skyr.is, ávöxtum,pasta og grænmeti núna í rúmlegan mánuð og var byrjaður að æfa með ÍH en mér leyst ekkert á þetta félag þótt það séu frábærir gaurar að æfa þarna en metnaðurinn var ekki staðar hjá þessum fínum klúbbi og það var erfitt að neita þeim því þeir eru í 2 deild og það er náttl bara stökk upp á við en við í Bí/Bolungarvík munum spila í þessari deild sumarið 2009 því get ég lofað ef ekki þá er ég búinn að ákveða leggja skóna og hanskana á hilluna og snúa mér af börnunum mínum paulino og reginu! maður er nú orðinn heimsforeldri og núna vilja allar stelpurnar eignast smá í þeim... ALDREI í lifinu mun ég láta það gerast!


maður vikurnar er Kolbeinn vinur minn og sambýlingur.. afhverju spurja sumir? jú alla þessa viku hefur hann farið að sofa fyrir klukkan 21 á kvöldin og vaknað 8 á morgnana og maður er helvíti stoltur af honum svo hefur hann verið að stjana yfir mann meðan ég er búinn að vera veikur t.d leigt spólur fyrir mig, eldað og farið út og keypt eitthvað handa mér að drekka! ekki bjóst ég við þessu af þessari elsku. En ég minni ennþá á spurninguna hérna neðan

|

Tuesday, November 27, 2007

Spurning?




Hér eru 2 myndir af sama gaurnum og spurningin er hvað heitir þessi ágæti maður?
mig langar að deila þessu lagi með ykkur, ég féll algjörlega fyrir þessu lagi http://www.youtube.com/watch?v=ABcTUtFY6SI Wasted time með Skid Row! og það á soldið við þennan gæja á myndunum.

|

Sunday, November 25, 2007

Dóri og tíkin hans


Fólk er að tala um að ég kunni ekki að photosjoppa? hvað er þetta þá.. meistaraverk held ég?
lagdagsins er með Aerosmith og ég tileinka þessu lagi vini mínum honum Jóa sem er þarna með mér á myndinni, mér þykir vænt um þig Jói http://youtube.com/watch?v=1HD3Sqlcm3o

|

Thursday, November 22, 2007

Börnin okkar


Myndirnar eru komnar í hús.. Paulino er strákurinn og Regina er stúlkan, þau eru frá Angóla og við "hjónin" gerðum okkur ferð til afríku til að hitta þau og fengum mynd af okkur saman með þeim. mikill gleði dagur í Engihjalla, myndinn er komin uppá vegg þar sem hún á heima.
lag dagsin er moon river mjög fallegt lag einsog börnin mín tvö http://www.youtube.com/watch?v=flm4xcOyiCo

|

Tuesday, November 20, 2007

Bréfið er á leiðinni


Núna eru liðnir 5 dagar síðan ég sóttist eftir að vera heimsforeldri og ekki ennþá búinn að fá upplýsingarnar um "barnið mitt" ég ákvaði að senda þeim póst í dag og spurði orðrétt hvenær ég myndi fá upplýsingar um krakkann minn? og konan svaraði mér til baka orðrétt "Sæll Halldór Ingi,Velkomin í hóp heimsforeldra!Þú ættir að fá póstsendingu í dag. Til glöggvunar þá styðja heimsforeldrar þau börn sem eru hvað mest þurfandií heiminum en ekki er beint um að ræða stuðning við eitt tiltekið barn.Vona að það komi ekki að sök,Bestu kveðjur,Snjólaug AðalgeirsdóttirFjáröflunarfulltrúi/tengiliður heimsforeldra.... þetta bréf fékk mig til að hugsa í fyrsta skipti á ævinni með þeim leiðindum að ég ætla ekki gefa þessu ágæta barni nafn! það á sér víst nafn og ég ætla virða það þótt það sé mjög freistandi að gefa því nafnið Dóri annar eða Dóra.
En hér er mynd fyrir ofan af hljómsveit sem slógu í gegn fyrir 8 árum.. þeir eru svona semi frægir í dag, hvaða hljómsveit er þetta? ég dýrkaði þetta band fyrir 8 árum og geri það ennþá þannig ef þið þekkið mig vel þá eigiði að vita hverjir þeir eru!

|

Sunday, November 18, 2007

Er að verða pabbi






Já ég er að verða pabbi fékk hana eða hann á aðeins 990 kall á mánuði! ég semsagt fór á unicef.is og skráði mig sem heimsforeldri og hvet alla til að gera það, þetta er miklu ódýra en að barna einhverja gellu og þurfa svo borga meðlög uppá 25.000 kall á mánuði... þetta er bara sparnaður gott fólk.
Lag dagsins er með Michael Jacksson og heitir heal the world, þetta lag á vel við þessa færsluhttp://www.youtube.com/watch?v=2boee8XEHA0 ein spurning að lokum.. hvað á ég að skýra krakkann minn? Dóri JR kannski?

|

Wednesday, November 14, 2007

Bandý mót á laugardaginn





Klikkið á efstu myndina ef þið sjáið ekki auglýsinguna nógu vel... um að gera skrá sig og taka þátt.
Lag dagsins er með Enrique Iglesias félaga mínumhttp://www.youtube.com/watch?v=X86S5oZzzh4 án efa heitasta lagið í dag.. við félagarnir eigum það sameiginlegt að vera ógeðslega HOT!

|

Monday, November 12, 2007

Atvinnu pía




Um helgina passaði ég hann Einar Margeir son hennar Birnu Hjaltalín, það var bara mjög gaman að passa þenna fjörkálf þótt hann sé handóður og forvitin.
Eftir þessa reynslu hef ég ákveðið að hætta sem þjónustufulltrúi hjá Símanum og gerast barnapía, endilega hafið samband við mig ef þið ætlið út að skemmta ykkur og þurfið að koma barninu í pössun, ég er rétti maðurinn í þetta verk! S:8677754 E-mail skarpason@hotmail.com.

|

Saturday, November 10, 2007

Jólabaksturinn tókst ekki alveg

Ég fékk rosalega góða hugmynd í morgun þegar ég og Celebið(Sigurvin) fórum í Bónus í morgun.. ég sá kökudeig og ákvaði að baka fyrir strákana.. hérna eru nokkrar myndir af afrakstinum



1. Þarna er bakstrinum lokið, reyndar blossaði upp mikill reykur í
eldhúsinu
2. maður er ágætlega sáttur með þetta þrátt fyrir brunan mikla

3. hérna eru kökurnar, þær líta bara vel út?


4. þær voru ekki ætlilegar þannig við ákváðum að henda þeim
(ekki ég.. Fokking celebið, stjörnustælar í honum ekki neitt nógu
gott fyrir hann þessa dagana)



5. ég var ekki sáttur því ég lagði mikla vinnu í þetta




6. Þannig við fórum bara í hagkaup í kringluni og keyptum
tilbúnar piparkökur og mjólk





7. er komin í jólaskapið? LOL






8. Einar Margeir var sáttur með kaupinn, hann á eftir að lifa á
þessu í kvöld meðan hann er í pössun hjá mér.
Þannig endaði það, ég hvet fólk til að láta foreldra sína bara sjá um baksturinn, þetta hefði getað endað miklu verr hjá okkur í dag.. lag dagsins er eitthvað jólalag sem ég hlustaði á í dag meðan ég var að baka.. njótið lagsinshttp://youtube.com/watch?v=iOgPzRC1iiA








|

Friday, November 09, 2007

Það versta sem ég hef upplifað


Í morgun fór ég í hjarta rannsókn loksins eftir að vera í 1 og hálft ár á biðlista. ég mætti þarna í hjartadeild landspítalans við hringbraut klukkan 8 og var alveg til 16 í dag.

Þetta byrjaði rólega með því að fara í hjartalínurit og það stóð mjög stutt yfir svo lagði ég mit í setustofunni í 3 tíma þangað til næsta rannsókn byrjaði, hún var ógeðsleg ég var sendur niður í eitthvað herbergi og var plöggaður við einhverja græju svo var troðið 50 cm slöngu niður í nefið á mér alveg niður í lunga, ég hélt fyrst að þetta væri einhver camera en nei þetta var stuð tæki.

meðan hún var að troða þessari slöngu niður þá kúgaðist ég allur og ældi smá yfir sjálfan mig sem betur fer var ég ekki í mínum fötum og svo kom hjartalæknirinn og var að reyna spurja mig spurninga en ég gat bara ekki svarað því ég var með slöngu í kokkinu.

svo byrjaði ballið með því hann var eitthvað prófa tækið og slangan gaf stuð og hjartað kipptist allt til, mér leið einsog ég væri að fá hjartaáfall! svona stóð þetta í 2 tíma stanslaust stuð og sannleika sagt þá felldi maður nokkur tár því þetta er það sársaukfyllsta sem ég hef lent í allri minni lífstíð! á meðan þessu stóð var hann alltaf gefa mér eitthvað slakandi svo ég myndi vera rólegur meðan þessu ógeði stóð yfir þannig ég búinn að vera mjög slakur í allan dag.

Ég kom heim klukkan 4 í dag og er alveg gjörsamleg búinn á því líkamlega og andlega eftir þessa rannsókn.

En góðu fréttirnar eru að núna veit ég hvað er að angra mig og er komin á biðlista til að fara í þræðingu LOKSINS segir maður bara, ég veit ekki hvort þetta sé hættulegt eða ekki, það kemur bara í ljós ef ég dett niður dauður einhversstaðar. Það var maður sem var þarna í skoðun líka sem heitir Róbert og hann var að segja mér að forðast að éta salt,lakkrís,fitu og sagði hann mér að taka mér frí í fótbolta þangað til ég er búinn í þræðingunni ég kinkaði bara kolli og hugsaði maðurinn er klikkaður!
Lag dagsins er með DJ Tiesto og heitir adagio for stringshttp://youtube.com/watch?v=y5xjIpsHVYQ hvet alla til að hlusta á þetta mix!

|

Thursday, November 08, 2007

Íþróttarfélag Hafnafjarðar


Er ÍH the klúbburinn í dag? það kemur í ljós á næstum dögum

|

Wednesday, November 07, 2007

Þór í beinni

Myndi er af þór og Neil Ruddock eftir æfingu hjá hömrunum í vikunni, Kolbeinn fékk að vera á myndinni af því hann er eini Tottenham maðurinn í heiminum...



Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


þór


Þór says:



Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


ég ætla taka viðtal við þig


Þór says:


fyrir hvað?


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


bloggið mitt


Þór says:


ok


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


og heitir í beinni


Þór says:


nice


Þór says:


go for it


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


sæll þór hvernig er heilsan í dag?


Þór says:


fín bara, nema ég er með bólu á tungunni


Þór says:


kynsjúkdómur?


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


nei ég held að það sé útaf of miklu coco puffs áti


Þór says:


nei ég fór á svo ógeðslega klámsíðu í gær og sleikti skjáinn


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


þór það er ekki eðlilegt.. ertu graður?


Þór says:


nei alls ekki, er samt alltaf til í rimm


Þór says:


er viðtalið búið?


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


sorry mamma var að hringja


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


hvað finnst þér um bloggæðið sem er ganga um í vinahóp okkar


Þór says:


mér finnst þetta rosalega skemmtilegt, vissi ekki að í vinahópnum okkar leyndust jafn margir pennar


Þór says:


nema Jói hann er ömurlegur


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


við skulum ekki ræða um sköllóta kvikyndið


Þór says:


enda er hann ungur strákur fastur í líkama gamals kalls


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


hvað ertu að gera akkurart núna?


Þór says:


ég er að borða poppbaunir og lesa Cosmic


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


kosý kvöld hjá mínum? hvað finnst þér um þessa óvæntaskólagöngu kolbeins?


Þór says:


það hlaut að koma að því að hann fattaði að Ásel væri ekki miðpunktur alheimsins, svo held ég líka að hann hafi bara farið suður til að reyna við stelpur og ganga í þröngum buxum


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


hann hefur ekki verið heppinn hingað til í kvennamálum?


Þór says:


nei skemmst má nú minnast 50 konunnar sem að hann svaf hjá í Færeyjum


Þór says:


fimmtugu á ég við


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


skemmtileg tilviljun, hann sá hana einmitt um daginn þegar við vorum að keyra niður laugarveginn


Þór says:


oj


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


ég sá ekki almennilega framan í hana.. var þetta beibsa?


Þór says:


nei hún var með mislanga fætur og gekk með staf


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


oj maður


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


hún er not


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


hvað kemur þér til?


Þór says:


kona að elda hamborgara í undirkjól og með rauðan varalit, nei þarf ekki einu sinni varalitinnm, eða það þarf ekki einu sinni undirkjólinn eða konuna,


Hamborgarar koma mér til


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


mmmm


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


ef ég væri kona myndirðu sofa hjá mér?


Þór says:


sko nei, vegna þess að ef að þú værir kona og ég myndi sofa hjá þér þá myndirðu alltaf koma aftur, konur fá einfaldlega ekki nóg af hamrinum, þess vegna sef ég ekki hjá mörgum konum, ekki af því að þær vilja mig ekki, heldur af því að þær fá bara ekki nóg af hamrinum


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


maður hefur heyrt það nefnilega


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


en Bigga?


Þór says:


Biggi myndi gagnrýna mann allan tímann,


Þór-"hvernig finnst þér þetta"


Biggi-"pff hef nú séð það betra og fara svo að tala um egar að hann svaf hjá Mugga á höfninni og tala um hvað hann var miklu nærgætnari"


þannig að nei


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


lol


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


það er svoldið til í þessu


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


hvaða karlmaður kemur þér til?


Þór says:


Halli Hró, án vafa, það sem að maðurinn myndi ekki gera!


fjúff.....


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


áttu einhverja fantasíu með honum?


Þór says:


nei nema þetta með hamborgarana og aftur, þá þarf hann ekki einu sinni að vera með


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


persónulega finnst mér halli hró ekkert sexy


Þór says:


nei enda er það ekkert nema eðlilegt,


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


ég frétti í síðustu viku að hamrarnir hafi signað Neil Ruddock, hvernig kom það til?


Þór says:


allt í gegnum Birgi Olgeirsson, hann fór bara og scoutaði hann þegar að hann var á trekkara ráðstefnu í englandi


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


mér finnst þetta slæm kaup hjá ykkur því hann er að nálgast fimmtugsaldurinn og er spikfeitur


Þór says:


ja sumir myndu segja 20 millj. punda fyrir svona gamlan mann léleg kaup, en ég hef bara eitt að segja við þá


Kjafti!


Þór says:


ég er að fara í póker Dóri


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


eitt í viðbót


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


hvað finnst þér um að ég sé orðinn þjónustufulltrúi


Þór says:


finnst þetta svipað og Kolbeinn á leiðinni í háskólann, Biggi og Jói í lögfræði, þið eruð bara að taka of stórt uppí ykkur einsog kærusturnar hans Sigþórs hafa allar fattað á endanum


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


og hver er fallegari? ég eða jói?


Þór says:


þetta er einsog að bera saman skít og niðurgang,


en ég verð að velja þig Dóri


Halldór Skarphéðinsson aka Þjónustufulltrúi says:


takk fyrir þór ég elska þig


Þór says:


sömmó


Þór says:


bæbæ

|

Tuesday, November 06, 2007

Myndir ljúga ekki


Fann þessar myndir í tölvunni hans kolbeins...

|

Monday, November 05, 2007

Engihjalli 9 aka Litla Tæland


Staðreyndir um Engihjalla9

  • 70% íbúa Engihjalla9 eru tælendingar
  • 30% eru Íslendingar og annað pakk(ekkert illa meint)
  • 2 mellur eru að selja sig fyrir utan hjallann.. Biggi er mjög heitur!
  • Íbúð 9B er víst heitasti staðurinn til að hanga
  • Biggi líkar umhverfið svo vel að hann sestur að í hjallanum(mellurnar)
  • Vælubíllinn er duglegur að rúnta um hjallann(Biggi)
  • Mjög fallegt útsýni... konan í rauða hlírabolnum sem er alltaf í glugganum að sauma í blokkinni beint á móti!! össs
  • Alltaf eru til dósir fyrir krakkana sem eru að safna fyrir félögin sín, íbúð 9B er sá vinsælasti útaf því það fyllist poki á hverjum degi af bjórdósum(Kolbeinn)
  • Big Pappas er að skila meiri hagnaði en Dominos eftir að ég og Kolbeinn fluttum inn í hjallann
  • Kolbeinn er skotinn í afgreiðslu stelpunni í bónusvidjó
  • Dýrasti fótboltamaður Íslands býr í Engihjalla 9
  • Mjög vinsælt er að gera þarfir sýnar með opna hurð.. Biggi elskar það

Spurning um að halda áfram leigja þarna? ég er mjög heitur fyrir því, stutt í vinnuna og svona en hvað segir þú Kolbeinn minn?

|

Sunday, November 04, 2007

Ný Dönsk


Ágætis helgi að baki, lítið gerðist hjá mér á föstudaginn nema Jói kíkti í heimsókn og gisti ásamt celebinu sigurvini. Laugardagurinn var fínn, byrjaði með partý hjá Sessu,Garðari og jökli, fullt hús var af partý gestum og það var bara gaman að hitta þetta fólk á ný, ég vona að flestir hafa munað eftir Kappanum, ég staldraði ekki lengi því ég fór með Kolla og nokkrum úr fjölskylduni hans á NASA til að sjá Ný Dönsk, mér finnst þeir alveg magnaðir og hef dýrkað þá síðan ég man eftir mér, frábært ball mínu mati þó þeir séu ekki nein ballhljómsveit en fólkið skemmti sér konunglega og það er það sem skiptir máli! það sem stóð uppúr þessu balli var þegar Kolbeinn hitti "ástina" í lífi sínu. SIGGA BEIB.. LOL! Ég var sleginn utan undir af einhverji kellingu því ég var að geispa, hún sagði að ég væri sýna ný Dönsk óvirðingu með því geispa.. gaman af því. Svo líka þegar ung falleg snót söng fyrir mig eftir ball, sannleika sagt þá bráðnaði ég..
Einsog ég sagði þá var þetta bara ágætis helgi, fínt að kíkja út, maður hefur ekki kíkt niður í bæ svo lengi en ég ætla fara breyta því og fara mæta oftar! kemur ekkert annað til greina.. nóg um þetta því það var hann Jóhannes Geir sem svaraði spurningunni rétt, ég var 17 ára og 11 mánaða þegar þessi mynd var tekinn, þetta var þegar Bí88 voru senda lið í 3 deildina aftur í langan tíma.. Jói þú færð þín verðlaun þegar þú kemur aftur í heimsókn, ég ætla ekkert að fara nefna þau hér á veraldarvefnum.
Lag dagsins er með Pilot og lagið heitir it's magic http://www.youtube.com/watch?v=41UIiEH53QY

|

Saturday, November 03, 2007

spurning?


Hér er ein spurning... Hvað er ég gamall á myndinni, frábær verðlaun í boði fyrir rétt svar, þetta verður að vera nákvæmt svar aldur og mánuður!

|

Thursday, November 01, 2007

Á morgun


Á morgun er fyrsti dagurinn minn hjá Símanum. Þetta leggst mjög fínt í mig, alltaf gaman að prófa nýja hluti ekki rétt? smá stress en hverjir eru það ekki þegar þeir byrja í nýrri vinnu? maður spyr sig.
Þessi helgi hefur mikla þýðingu fyrir mig því þá hef ég verið edrú í 4 mánuði, einsog sést á myndinni þá segi ég nei stopp! ekkert alkahól fyrir mig þessa helgi eða á næstunni.. helgin er alveg útplönuð t.d kemur jói feitifaggi í heimsókn á morgun, mjög langt síðan að kappinn kíkti í heimsókn til okkar strákana.. einsgott að þú kemur með tölvuna með þér!?
svo er manni boðið í partý til Sessu á laugardaginn, hún hefur lofað mér fínu partýi og ef
ég þekki hana rétt þá á hún ekki eftir að bregðast mér.. líka alltaf gaman að hitta austfirðinga.
lag dagsins er með R. Kelly og lagið heitir World greatest og textinn minnir bara á mig, það er einsog hann hafi samið það sérstaklega fyrir mig, já sæll þarna þekki ég þig sykurpúði.

|