Á morgun segir sá lati

Tuesday, November 21, 2006

Good times

Ég lá andvaka um daginn og fór að hugsa 2 ár til baka um eina skrítnustu viku í lífu mínu, vikuna áður en ég fór suður í vit ævintýrina sem stóð stutt yfir og mig langar að deila þessar sögu með ykkur, ég kalla þessa sögu “Tengdapabbinn” og homminn í krúsinni!




Þetta byrjaði á mánudeginum þar sem ég fékk símtal frá henni Ólínu Þorvarðardóttir skólameistara og hún vildi hitta mig eftir hádegi, ég fór til hennar og hún sagði mér að ég væri formlega dottinn út úr skólanum þessa önn, ég var soldið spældur en þakkaði fyrir mig og labbaði út og hugsaði á leiðinni heim að þessi óvissuferð sem ég fór í vikuna áður eyðilaggði allt fyrir mér þar sem ég var tæpur á mætingu fyrir og var náttúrlega rekinn úr skólanum 3 daga eins og allir útaf áfengisneyslu... þegar ég kom heim þá sagði ég mömmu fréttirnar og hún var ekki ánægð skiljanlegt! Og við fórum eitthvað að pæla hvað ég ætti að gera fram á áramótum þá fékk ég þessa frábæru hugmynd að flytja suður að reyna fyrir mér í boltanum, hún tók mjög vel í þetta og hún spurði hvort ég ætti alveg fyrir því að búa fyrir sunnan og auðvita sagði ég já því ég fór í bankan í síðustu viku og var í góðum málum sambandi við pening.





Ok þá var þetta ákveðið, næsta skref var að tala við Hauk Ben þjálfara minn um að redda mér á æfingar með einhverjum liðum fyrir sunnan og við áttum góðan fund og hann studdi mig 100% og þegar ég var að fara þá fór hann strax í síman að hringja, studdu seinna hringdi hann í mig og var búinn að redda mér á reynslu hjá Haukum í Hafnafirði og átti að mæta á æfingu á laugardagsmorgunnin klukkan 11:30 minnir mig, þá var þetta búið.

Næsta skref var að finna mér vinnu, nokkur símtöl þá fékk ég vinnu, ekki lengi að þessu! Þetta var á miðvikudeginum minnir mig, þá var allt komið þannig ég pantaði mér flug og átti að mæta 9:30 á laugardeginum, núna var maður orðinn spenntur og ákvað að halda upp á þetta með því að fara í bankan og taka út pening og kaupa mér pizzu, gjaldkerin tilkynnti mér það að ég ætti engan pening... shit maður og ég sem er að fara flytja suður um helgina!! Í hvað fóru þessir peningar, já fokking visa kortið mitt maður, ég var búinn að lifa dýrt síðan í ágúst hvað átti ég að gera! Ég fór til pabba og talaði við hann um þetta þá sagði hann mér að ég ætti hlutabréf sem ég var búinn að eiga lengi, við fórum í bankan á fimmtudeginum og seldum bréfið mitt, þetta var dágóð summa sem ég ætla ekkert að nefna hérna og var fljót að fara en þá var ég tilbúinn.




Helgin var komin og ég átti eftir að vera einn dag á Ísafirði ég og Jói Guðna fórum saman á langa Manga að hanga og fá okkur einn ískaldan sem endaði með alltof mörgum og við vorum pissfullir niðrí bæ og ég átti að mæta í flug daginn eftir og fara á æfingu með Haukum en ekkert stopaði mig ég hugsaði bara ég spila best þunnur þannig ég hélt áfram að drekka og þegar klukkan var orðinn fimm þá ákvað ég að fara heim að leggja mig í nokkra tíma, ég vaknaði daginn eftir um 3 leitið við símhringingu frá Hauki Ben og hann spurði mig afhverju ég hafi ekki mætt á æfinguna, ég svaf yfir mig fokk! Ég laug af honum einhverri vitleysu minnir mig, ég var í geðveikum bömmer allan daginn, Kolbeinn hringdi í mig og spurði hvort ég væri farinn en ég var ekki farinn, hann spurði mig hvort ég vildi koma með sér og sölva á Mugison útgáfutónleikana, mér fannst það góð hugmynd ég ætlaði bara chilla það kvöld og svo fórum við á tónleikana frábærir tónleikar! Strákarnir voru búnir að plana fyllerí um kvöldið og þá langaði mér að fá mér nokkra kalda og hringdi í Gumma guðjóns og hann átti og vildi selja mér, við fórum minnir mig í partý Dagnýju Hermanns þar sem var fullt af fólki og ég var komin á gott ról í drykkjunni og lenti í spjalli við unga stúlku inní herbergi um einhvern atburð sem gerðist helgina áður, við vorum heil lengi inní herbergi að spjalla þangað til einhver kom og sagði að allir væru farnir á krúsina á ball og ég ákvað að bjóða henni á ball og við fórum þangað en hún hafði þá ekki aldur til að komast inn en það reddaðist og fórum við inn að spjalla og ég ákvað að gefa henni bjór og labbaði að barnum þegar ég hitti pabba hans Skara og lenti í spjalli við hann um hann Óskar Örn og gengi Bí um sumarið, eftir spjallið fór ég á barinn þangað til einhver gaur sem ég ætla ekkert að nefna hérna tosar í mig og biður mig um að koma með sér, þetta var á fimmtugsaldri og hann vildi bjóða mér í glas því ég er svo sætur og flottur svo fór hann að strjúka á mér hárið og kinnina og spurði mig hvort ég væri einn hérna! Fokk gaurinn er að reyna við mig, ég var fljótur að forða mér frá honum og faldi mig einhversstaðar! Ég sá hann oft hann var að leita af mér helvítið!! Ég viðurkenni að ég var drullu smeykur, ég hitti stelpuna aftur og við fórum aftur til Dagnýjar í eftirpartý svo af því liðnu ákvað ég fylgja henni heim hún er náttulega vinkona mín og ég gat ekki látið hana labba eina heim svo kvaddi ég hana og fór heim svo fékk sms frá annari stelpu frá bolungarvík boð um það að koma til hennar, ég pantaði mér leigubíl og fór til hennar og eyddi nóttinni hjá henni útí vík.






Daginn eftir vaknaði ég við læti fyrir utan herbergið, litli bróðir hennar var að hamast við það að reyna komast inn, og foreldrar hennar voru líka þarna fyrir utan, ég spurði hana hvað þau væru eiginlega að gera, hún sagi mér að eldhúsið væri þarna fyrir utan, ég lá þarna í 2 tíma og hlusta á samræður foreldra hennar og safna kjarki að labba út! Sigurvin hringdi síðan í mig og spurði mig hvort ég vildi koma spila körfu með bolungarvík á móti Patró og sló til, hann sagðist vera á leiðinni til að sækja mig heim til hennar, ég klæddi mig og taldi uppá 10 og opnaði hurðina leit varlega út og sem betur fer voru þau ekki þarna lengur ég hljóp og klæddi mig í skóna og labbaði út, þegar ég var að koma að bílnum hans sigurvins leit ég til baka sá ég pabba hennar út í glugga og við horfðumst í augu í 5 sekúndur, ég hugsaði ég á aldrei eftir að sjá þennan mann aftur!! Við fórum aðeins til sigurvins að ná í föt fyrir leikinn og síðan lá leiðinn út í
Iþróttahús og þegar ég kom inni klefa blasti þessi alsberi karlmaður! Hann horfði á mig og glotti smá og kom til mín á sprellanum og spurði mig hvort ég væri nýji leikmaðurinn , viti menn þetta var pabbi stelpunar sem ég eyddi nótt með og horfðist í augu við í 5 sekúndur, mér hefur aldrei liðið eins illa og þarna! Vandræðilegt maður... hann bauð mér sæti hliðina á sér og þarna sátum við á sprellanum saman einsog bestu vinir að hlusta á töflufund eða eitthvað.
Eftir leikinn fórum við,Jói og sigurvin að borða í sjoppunni og sátum þarna og borðuðum þangað til að maðurinn eða “tengdó” kom inní sjoppuna og fékk sér sæti við hliðina á mér og tók utan um með annar hendi og óskaði mér til hamingju með leikinn og borðaði smá af frönskunum mínum! Svo þegar hann var að labba út leit hann á mig og blikkaði mig og sagði við mig ég á eftir sjá meira af þér hérna! Dam... þetta er versta lífsreynsla sem ég hef lent í maður og skrítnasa vika í lífu mínu, ég fór suður daginn eftir og sá þennan mann aldrei aftur sem betur fer! Þarna endar þessi langa sagaJ




Hallur félagi minn er að koma um helgina að spila í kjallarnum í bolungarvík á laugardeginum og vill hvetja fólk að mæta! Hann er vinsæll trúbador í bænum og hefur verið að spila á Hverfisbarnum á fimmtudagskvöldum í vetur! Endilega látið sjá ykkur krakkarJ Hallur mér þykir vænt um þig! Svo vill ég líka minna fólk að kjósa Símon Ólafsson í herra Ísland hér er linkurinn http://ungfruisland.is/netkosning.php Gangi þér vel Perez minn þú er langfallegastur eða fyrir utan mig;)

|