Á morgun segir sá lati

Tuesday, May 30, 2006

Heima er best!

Jæja þá eru komnar 4 vikur síðan ég slasaði mig á öxlinni og ég þoli það ekki!! ég er ekki búinn að gera rassgat í 3 vikur! enginn vinna og æfingar sem sökkar! :( ég er að deyja úr leiðindum, ég er búinn að horfa á alla Lost seríuna, OC, My Name is Earl og Prison brake og svo er ég búinn að horfa á Ice Age2 og nokkra South Park þætti á einni viku heima á Ísó en það er samt gott að vera komin heim á Ísó og hitta mömmu og Pabba og Strákanna sjálfsögðu:) og hitti gamlan félaga úr æsku og var soldið með honum í síðustu viku, hann heitir Andri Stefan er miðjumaður í Haukum í handboltanum og fórum út á lífið á fimmtudaginn og fengum okkur nokkra bjóra og ræddum gömlu dagana á ísó þegar við lékum okkur í fótbolta í gamla sjúkrahús túninu:) bara gaman! en svo er maður búinn að hanga soldið með Ívari þar sem hann var ekki byrjaður að vinna í nýju vinnunni sem kassa dama í ríkinu;) en ég verð að óska honum Ívari Péturssyni til hamingju með Heimsmeistara titilinn í Fifa World cup2006... keppnin var haldin í króknum á föstudagskvöldið og hann kom sá og sigraði með yfirburðum, ég og Ívar tókum nokkra æfingaleiki fyrir mót á hlutlausum velli(BT á Ísó) og ég rústaði honum í þeim leikjum en maður á ekki að marka þessa æfingaleiki! Ívar kom sá sigraði, til hamingju kallinn minn:) en svo vill ég líka óska gömlu félögunum mínum í Bí/Bolungarvík til hamingju með sigranna um helgina:) Jónas er toppþjálfari og er að gera góða hluti með þessa frábæru stráka! það er búið að vera erfitt að horfa á þá á hliðarlínunni síðustu daga! mig langar svo í bolta en ég verð bara vera duglegur að éta þessar töflur og mæta í sjúkraþjálfun en ég hef grun að tímabilið hjá mér sé búið, ég er svo hræddum að ég eigi ekki eftir að ná mér af þessum meiðslum! en ég ætla mér að spila næsta leik með Hetti! en nóg í bili.

myndin er af mér og ívari í gamla daga

|

Friday, May 19, 2006

BLOGG!!!


Þá er komin tími að blogga! mikið er búið að gerast á einum mánuði ó já! ég byrja á boltanum, við unnum Leikni Fásk 6-3 og komust í undanúrslit í deildarbikarnum á móti Óttari víkara og félögum hans í Stjörnunni, ég spilaði hræðilega á móti Leikni Fásk en á móti Stjörnunni var ég mjög góður!! ég átti mjög góðan leik og var svo ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir tap 3-1! svo síðasti leikurinn á undirbúningstímabilinu spiluðum við á móti Huginn og endaði sá leikur 8-0 fyrir Hattar menn! ég var á toppnum og setti 2 mörk í þeim leik eitt með flugskalla stöng og inn http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=34975 bara snilld:) en ég lenti svo illa á öxlinni þegar ég skoraði að ég má ekki vinna né spila fótbolta í 2-3 vikur þvílikur bömmer ég get ekkert notað hægri handlegginn sem er vandræði og ég missti af leiknum sem var áðan á móti Leikni Fásk sem endaði 2-0, þetta var í bikarnum, það var erfitt að horfa á sitt lið sigra á hliðarlínunni meiddur en gleði samt því við erum komnir áfram.... nóg af boltanum ég er var edrú 4 helgar sem er mjög gott! vinna og vinna svo er ég ekkert búinn að geta unnið þessa viku og næstu viku líka! ég fer vestur á sunnudaginn að hvíla öxlinna hjá mömmu gömlu og ná í Svarta drekan:) en svo gerðist soldið hræðilegt á sunnudaginn! Pési litli Þorvarðarson bróðir Jögga félaga týndist mikil leit er búinn að vera, ég fór að leita á mánudaginn án árangurs því hann er ennþá týndur:( alveg hræðilegt því hann er svo frábær strákur bara snillingur minnir mig á stóra bróðir sinn:) það verður stór leit á morgun en því miður get ég ekki tekið þátt í henni því ég á enga kuldaskó eða úlpu það er skylda að vera í þannig klæðnaði:( Jörgen Þú og fjölskylda þín eru mjög sterk og þið hafið marga sem styðja ykkur. Með von í hjarta um að Pétur skuli finnast, ég veit að hann á eftir að gera það. Ég er með ykkur í huganum! Pétur komdu heim!! en nóg í bili ég sé ykkur fyrir vestan á sunnudaginn!!

|