Á morgun segir sá lati

Saturday, February 18, 2006

London!


Jæja þá er maður byrjaður í nýju vinnunni sem Höttur redduðu mér. Málingarþjónusta Jóns og Þórarins heitiir það ágæta fyrirtæki, við erum 7 sem vinna þarna og eru allir fínir og bara fjör og gaman að vinna þarna, ég er búinn að vera að mála inní Fljótsdal sem 35 km frá Egilsstöðum, Ég var ekki búinn að vinna þarna nema í svona klukkutíma þegar Tóti kemur til mín og spyr mig hvort ég vilji koma með strákunum til Englands á 2 leiki 17 mars og ég var fljótur að segja já, ég hef aldrei farið út á leik en hef heyrt frá þeim sem hafa farið að það sé bara stemmning og ég vona að ég fái að upplifa þessu stemmningu, þetta er bara tilhlökkun!! Við erum að fara á Arsenal - Charlton á laugardeginum og svo á Fulham - Chelsea á sunnudeginum. Geiri er síðan að fara viku seinna 24 mars á Man Utd - Birmingham. Já það er bara veldi á okkur köllunum! ég bið heilsa vestur. kv Dóri Skarp

|

Monday, February 13, 2006

Ryðgaður

Jæja þá er maður komin heim eftir að hafa verið 3 daga fyrir sunnan í keppnisferðalagi. Ég hef flogið oft en í morgun var ég fyrsta skiptið flugveikur og leið ekkert smá illa, ég hélt á ælupoka alla leiðina frá reykjavík til Egilsstaðar og svitnaði ekkert smá það láku svitadropar og bolurinn blotnaði mikið en ég ældi ekki en ég vill þakka flugfreyjunni fyrir að hugsa vel um mig. Í mínum augum eru flugfreyjur hetjur! en ég held að ég viti afhverju ég var flugveikur! það var kleinuhringurinn sem ég borðaði fyrir flugið, ég get svo svarið það ég held að það hafi verið saurgerlar í hringnum án djóks!! og ég vill líka kenna feita manninum sem sat hliðiná mér það var ekkert plás hjá okkur mér leið einsog ég hafi verið í einhverjum kassa sem er ekkert loft í!! SKAUFINN sjálfur. En við spiluðum 2 leiki eða við skiptum hálfleikum með Huginn frá Seyðisfirði semsagt við spiluðum 90 min þessa 2 leiki á móti Óttari og félögum í Stjörnunni og á móti u-19. Fyrri leikurinn var á móti Stjörnunni og sá leikur endaði 2-1 fyrir stjörnumönnum, 1-1 í hálfleik og 1-0 seinni þar sem höttur spilaði. Við vorum ekki spila okkar besta leik en það voru samt góðir punktar hjá okkur einsog Rabbi átti mjög góðan leik einsog hann Stebbi Ey. En ég var soldið slakur ég er ennþá ryðgaður og í engu leikformi en það breyttist í seinni leiknum á móti u-19 þá átti ég ágætis leik en hefði átt að verja boltan sem endaði í markinu! við áttum mjög góðan leik og við áttum hreinlega vinna leikinn, við klúðruðum mörgum góðum færum og vítaspyrnu en ég var ágætlega sáttur við minn leik en ég get miklu betur en aðrir sem voru að standa sig voru Rabbi,Stebbi og Jón Karls án efa menn leiksins. Ferðin var ágæt yfir höfuð! ég hitti Snæsa og Aldísi, gott að sjá þau aftur en ég kem aftur á föstudaginn þar sem við erum að fara spila við varalið Vals og þá fæég hitta kallinn sjálfan hann Sigurvin maður er farinn að hlakka til að hitta strákpjakkinn og mömmu hans hana Sgnýju. Ég vill þakka henni Erlu fyrir að taka íbúðina okkar í gegn hún hefur aldrei verið svona hrein hún hreinlega glansaði þegar við komum í morgun, það tók hana 3 og hálfan tíma að hreinsa hana! hún á bara hrós skilið skvísan og Erla ég stend við mitt engar áhyggjur:) svo er maður að fara byrja í nýrri vinnu á morgun! já strákurinn er að fara mála en leiðinlegt að þurfa hætta hjá Timburmönnum. Það var bara gaman að vinna þarna hjá Hafliða og co og Bachelorinum!! en ég vona að það verði jafn skemmtilegt að vinna hjá málingarþjónustinni og það var hjá Hafliða meistara. En ég bið heilsa vestur!! Kv Dóri Skarp

|

Tuesday, February 07, 2006

Góð helgi!


Þetta var frábær helgi! hún byrjaði á föstudeginum með því að hann Kristján Kröyge vinnufélagi minn bauð mér með sér á afmælisfyllerí, við fórum í partý hjá henni Sessu þar sem við hittum restina af strákunum, Bjarneby,Óttar,Daði,Steinar Berg,Olgeir og Villi. Við enduðum síðan á hetjunni og þar var drukkið mikið of mikið!! en svo fórum við aftur til Sessu þangað til við redduðum okkur far yfir á Egilsstaða. Laugardagurinn var snilld! mér og Geira var boðið í afmælisboð hjá Degi,Olgeiri og Tankinum einhversstaðar fyrir utan Egilsstaði, ég fór fyrst í fyrir partý hjá Steinari og þar voru Árni meistari,Steinar,högni,Bjarneby,Óttar,Andri,2 stelpur og Sveinbjörn frá Bolungarvík. Gott teiti þar sem við drukkum kellingavín og hlustuðum á Silvíu Nótt á reapet og sjálfsögðu fór meistarinn á kostum! og svo var haldið í afmælið sem var bara snilld, bara gaman, Löggan stoppaði það um 3 leitið! leiðinlegur endir á góðu partýi en samt gott kvöld þrátt fyrir það. Ég og Geiri erum að fara suður um helgina að spila okkar fyrsta leik með Hetti á móti u-19 og stjörnunni okkur hlakkar til að klæðast Hattar treyjunni fyrsta skiptið!
þetta verður bara gaman að fá að spila loksins að viti. Mig langar að kjósa menn helgarinar og þeir eru án efa Luke Moore súper striker hjá Aston Villa og Árni fyrir að vera ógeðslega fullur og skemmtilegur topp gaur. Kv Dóri Skarp

|