Á morgun segir sá lati

Monday, January 07, 2008

Hver er maðurinn?


Þetta er fótboltamaður, hann er reyndar hættur að spila núna en var mjög frægur á sínum tíma.. spilaði með 2 frægum liðum í Evrópu! hver er maðurinn?

|

Wednesday, January 02, 2008

Nýtt ár






























































































Gleðilegt nýtt ár.. ég ætla vera með stuttan annál fyrir ykkur það sem gerðist 2007.
  • Flutti Austur aftur og endaði þar í 20 daga, var ekki fýla mig þarna einsog 2006 og ákvaði að stinga af
  • Fór á sjóinn með Pabba í 2 mánuði, eitthvað sem maður verður að prófa einu sinni
  • Byrjaði að spila með Bí/Bolungarvík aftur, án efa besta ákvörðun sem ég hef gert í sambandi við boltan.. átti mjög gott tímabil þar sem við náðum ágætum árangri, vill þakka Jónasi þjálfara fyrir að vilja fá mig aftur og fyrir gengi mínu núna í sumar, minn allra besti leikur var á móti Gróttu úti svo Huginn heima
  • Vann sem vallarstjóri á vellinum út í vík, án efa þægilegasta vinna sem ég hef unnið.. enda var ég tanaðri en Ívar P(í svona 3-4 daga)
  • Trítla litla hundurinn hennar mömmu dó í sumar.. blessuð sé minning hennar, hennar var sárt saknað um jólin
  • lenti í heimskulegu slysi sem við skulum ekkert vera nefna hérna en ég lærði af mistökunum
  • Abbi bróðir og Anna kærasta hans eignuðust stelpu í sumar.. og hún fékk nafnið Svala Albertsdóttir, hún elskar mig meira en Leif
  • Flutti suður og hóf nám í iðnskólanum í rvk og byrjaði að búa með Kolla Cpt, drengurinn hefur fitnað um 10 kg, ég er stoltur af honum
  • Ég hætti í skólanum og byrjaði að vinna hjá Símanum, sé ekki eftir því
  • Tímabilinu lauk og við lentum í 6 sæti, ég spilaði alla leikina nema einn og það var sá síðasti.. Bömmer!!
  • Leifur Eignaðist kærustu loksins, ég var byrjaður að leita af kærustu fyrir hann á tælenskri síðu
  • Jói er orðinn hnakki, það er gott að búa á Selfossi segir kappinn
  • Sigurvin byrjaði í nýrri vinnu sem hann er að fýla sig í, gott hjá honum enda fékk hann verðlaun hjá fyrirtækinu fyrir að vera duglegur
  • Árið endaði mjög vel, eyddi mest öllum tímanum heima með fjölskyldunni.. þannig á það að vera!

þetta var það helsta sem gerðist á þessu fína ári og vona 2008 verði ennþá betra.. ég mæli með þessu lagi http://www.youtube.com/watch?v=kiDWUf0Zor4 þetta verður mikið spilað hjá okkur strákunum í Bí/Bolungarvík lok sumarsins þegar við lyftum dollunni og spilum deild ofar 2009!











|