Sjómenskan á Krossnesi
Þessar undarfarnar vikur eru búnar að líða fljótt yfir, ég er komin heim frá Egs þarsem ég var ekki að fíla mig einsog í fyrra, fékk leið á fótbolta og ákvað að taka mér pásu frá þeirri grein í nokkra mánuði en ætla samt æfa einsog ég get en ég ætla ekki keppa nema eitthvað gerist fyrir markmannin hjá Vestfirðingunum þá verð ég tilbúinn fyrir mitt æskufélag! Ég er búinn að fá vinnu hjá pabba, ég er orðinn sjóari einsog kallinn, við feðgarnir erum á sjó á stað sem heitir krossnes sem er á norðurfirði 90 km frá Drangsnesi! Einsog þið sjáið á myndinni þá er þetta líflegur bær(NOT) íbúarfjöldi er rétt yfir 10 manns og meðalaldurinn er 60+ og einn 23 ára foli sem liggur í leti þegar hann er ekki að róa með pabba sínum... við erum þarna í verðbúðum ásamt einum kalli sem er líka róa þarna á Krossnesi fínn kall sem heitir doddi, það er einn galli við þennan blessaða mann jú hann hrýtur ekkert smá mikið það mætti halda að hann sé andsetinn á næturnar kallinn! Stöð eitt er bara á staðnum, ég er byrjaður að þekkja dágskrána utanbókar fyrsta skipti á ævi minni fréttirnar eru nr 1 2 3 í verðbúðunum svo er það veðrið, maður vill ekki lenda í einhverri suðaustan átt einsog dagur vinur minn myndi segja! Maður á ekkert líf þarna þegar maður er ekki á sjónum þannig ég er að spá að skrifa bók um vin minn hann Graða Geir líf hans í borginni, stefni að klára hana um miðjan maí þegar við hættum á sjó þarna á Krossnesi, ég myndi giska að þetta verði 6-7 bls þar sem Jói er ekkert merkilegur DJÓK!! Neinei fínn gaur er hann jóhannes graði geir guðnason... ég fer aftur á þriðjudaginn og verð í hálfan mánuð, ekkert gemsasamband er á staðnum þannig þessir 2 semu eru alltaf að hringja í mig ná ekkert í mig! Þetta er nóg... kv Dóri Skarp